Chat with us, powered by LiveChat

 

Feril slysa- og skaðbótamála má rekja í fjórum neðangreindum skrefum

 
grunnmynd_slysabota_01-06.png

Tilkynningar                        

Lögmenn Fébóta sjá um að tilkynna tjón fyrir hönd tjónþola til viðkomandi tryggingarfélags. Dráttur á því að slys sé tilkynnt getur leitt til þess að réttur tjónþola til bóta falli niður. Því skiptir miklu máli að tjónþoli fái lögfræðiaðstoð sem allra fyrst í kjölfar slyss, til að tryggja að réttindi fari ekki forgörðum.

grunnmynd_slysabota_02-06.png

Gagnaöflun                         

Lögmenn Fébóta annast alla gagnaöflun vegna málsins. Aflað er allra nauðsynlegra gagna frá lögreglu, læknum eða öðrum sérfræðingum og opinberum aðilum. 

grunnmynd_slysabota_03-06.png

Mat á afleiðingum  

Lögmenn Fébóta leiðbeina tjónþola við val á færum sérfræðingum. Þannig er tryggt að afleiðingar slyssins séu metnar af þeim sem hæfastir eru til þess. Í flestum tilfellum er tímabært að leggja mat á afleiðingar slyss þegar um ár er liðið frá því. Frá því viðmiði geta þó verið undantekningar. 

grunnmynd_slysabota_04-06.png

Bótauppgjör                        

Lögmenn Fébóta sjá um skjalagerð, kröfugerð og sáttaumleitanir gagnvart tryggingarfélögum eða öðrum bótagreiðendum. Yfirleitt næst að ganga frá bótagreiðslum með samkomulagi við bótagreiðendur. Í þeim tilfellum þar sem samkomulag næst ekki, annast lögmenn Fébóta málskot til úrskurðarnefndar vátryggingarmála eða málshöfðun fyrir dómstólum


 
 

Þjónusta okkar felst í að:

 

Útskýra rétt þinn

Á fyrsta fundi með tjónaþola fara lögmenn heildstætt yfir málið og meta bótagrundvöll þess. Þessi fundur er tjónþola að kostnaðarlausu sem og samskipti sem leiða til hans í símtölum og/eða tölvupóstum. Við leggjum metnað okkar í að bjóða viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu. 

 

Innheimta slysabætur

Lögmenn Fébóta veita alla þá þjónustu sem þörf er á í slysa- og skaðabótamálum og innheimtu þeirra. Við aðstoðum tjónþola við að sækja rétt sinn vegna líkamstjóns af fagmennsku og einurð með hámarksárangur að leiðarljósi.

 

Gæta hagsmuna TJÓNÞOLA í hvívetna

Lögmenn Fébóta hafa hagsmuni tjónþola í fyrirrúmi í störfum sínum. Með því móti tryggjum við hag þeirra og réttindi. Gott dæmi um þessa nálgun okkar, er að við erum til taks fyrir tjónþola hvenær sem er sólarhringsins.


 
febaetur_logo_black_02-06.png

Um Fébætur

Lögmannsstofan Fébætur hefur sérhæft sig í að veita einstaklingum ráðgjöf og þjónustu í slysa- og skaðabótamálum. Hjá Fébótum starfa lögmenn sem hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á öllum þeim málaflokkum sem koma við sögu í meðferð slysa- og skaðabótamála.

Víðtæk þekking og reynsla lögmanna Fébóta á rekstri bótamála, tryggir hámarksárangur í samskiptum við tryggingafélög og fyrir úrskurðarnefndum og dómstólum.  Lögmenn fyrirtækisins annast málið frá upphafi til enda. Kapp er lagt á að vera í beinu sambandi við umbjóðendur lögmannsstofunnar, þannig að þeir séu vel upplýstir um stöðu mála á hverjum tíma.

Þjónustan er umbjóðendum okkar ávallt að kostnaðarlausu ef engar bætur fást greiddar. Engar bætur, engin þóknun. Hafðu samband og kannaðu réttarstöðu þína endurgjaldslaust.


Sundagarðar 2, 104 Reykjavík

Sundagarðar 2, 104 Reykjavík

Fébætur - lögmannsstofa

Fébætur er í eigu Guðbrands Jóhannessonar Landsréttar-lögmanns, sem hefur sérhæft sig á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar síðastliðin ár. Guðbrandur hefur víðtæka reynslu af rekstri slysa- og skaðabótamála, hvort sem það er í samskiptum við tryggingafélög eða fyrir úrskurðarnefndum og dómstólum.

Meira um Okkur →

Staðsetning

Skrifstofa Fébóta er staðsett á annarri hæð í Sundaboganum, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík.

Ferill Mála →


 

Sendu okkur fyrirspurn
og við höfum samband um hæl.

 
 

Þú getur einnig haft samband símleiðis í síma 547 4700
eða sent okkur fyrirspurn á febaetur@febaetur.is.