Chat with us, powered by LiveChat

Frítímaslys

Frítímaslys eru þau slys sem ber að garði í frítíma viðkomandi tjónþola. Tjónþolar sem lenda í slysi í frítíma geta verið tryggðir fyrir slíkum slysum í heimilis- og fjölskyldutryggingum. Einnig geta tjónþolar átt bótarétt úr slysatryggingum launþega, í þeim tilvikum þar sem kjarasamningar kveða á um að starfsmenn njóti tryggingarverndar í frítíma sínum. Ef tjónþoli er með almenna slysatryggingu, gildir hún jafnt um frítímaslys og slys við vinnu. Uppgjör fer eftir vátryggingarskírteini og skilmálum viðkomandi tryggingar. Algengt er að tjónþoli eigi rétt til endurgreiðslu á sjúkrakostnaði upp að ákveðnu marki, greiðslu dagpeninga vegna tímabundinnar óvinnufærni auk bóta fyrir varanlegar afleiðingar slyssins.

Á skattframtali er unnt að óska eftir slysatryggingu við heimilisstörf. Þeir sem óska eftir slíkri tryggingu eiga rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands vegna slysa sem verða við heimilisstörf.

Frítímaslys sem annar en tjónþoli veldur, af ásetningi eða gáleysi, eða vegna aðstæðna sem þriðji aðili kann að vera ábyrgur fyrir getur verið bótaskylt úr ábyrgðartryggingu viðkomandi aðila sem tjóninu veldur. Ef þriðji aðili ber ábyrgð á slysinu fer uppgjörið eftir skaðabótalögum nr. 50/1993.

Leitaðu til okkar hjá Fébótum og kannaðu réttarstöðu þína þér að kostnaðarlausu svo þú glatir ekki rétti þínum vegna tómlætis eða fyrningar.


Bótaskylt tryggingarfélag skal bæta þeim sem lenda í frítímaslysi eftirfarandi bótaliði:

 

1.

Dagpeningar


2.

Bætur fyrir læknisfræðilega örorku


Sendu okkur fyrirspurn
og við höfum samband um hæl.

Þú getur einnig haft samband símleiðis í síma 547 4700
eða sent okkur fyrirspurn á febaetur@febaetur.is.