Chat with us, powered by LiveChat

Líkamsárás

Einstaklingur, sem lendir í líkamsárás, getur átt rétt á bótum frá árásarmanninum. Áður en til þess kemur er nauðsynlegt að kæra árásina til lögreglunnar sem í kjölfarið upplýsir einstakling um hugsanlegan bótarétt.

Áður en sá sem fyrir árásinni varð leggur fram bótakröfu í líkamsárásarmáli, er nauðsynlegt að leita ráða hjá lögmanni sem hefur reynslu af slíkum kröfum. 

Þá getur bótaréttur verið til staðar úr bótasjóði fyrir þolendur afbrota, en sá sjóður er fjármagnaður af opinberu fé.

Þeir sem eru tryggðir frítímaslysatryggingu hjá sínu tryggingafélagi, svo sem í heimilis- eða fjölskyldutryggingu, geta til viðbótar átt rétt úr þeirri tryggingu vegna afleiðinga líkamsárásar.

Leitaðu til okkar hjá Fébótum og kannaðu réttarstöðu þína þér að kostnaðarlausu svo þú glatir ekki rétti þínum vegna tómlætis eða fyrningar.


Tjónþoli getur átt von á að fá bætur í samræmi við eftirtalda bótaliði:

 

1.   Útlagður kostnaður

Útlagður kostnaður vegna slyssins, s.s. kostnaður vegna læknisheimsókna, sjúkraþjálfunar, lyfja o.fl.


2.  TÍMABUNDIÐ ATVINNUTJÓN

Þeir sem missa úr vinnu vegna slyss eiga rétt á greiðslu vegna tekjumissis. Greiddar eru bætur fyrir tekjutap frá slysdegi eftir að veikindaréttur hjá vinnuveitanda er tæmdur og þar til tjónþoli verður vinnufær aftur. En annað gildir ef ekki er að vænta frekari bata.


3.  ÞJÁNINGABÆTUR

Staðlaðar bætur fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna slysaáverkanna.


4.  MISKABÆTUR   

Staðlaðar bætur með hliðsjón af því hversu miklir slysaáverkarnir eru út frá læknisfræðilegu sjónarmiði svo og með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.


5.  VARANLEG ÖRORKA

Valdi slys varanlegri skerðingu á starfsorku greiðir tryggingafélag bætur vegna varanlegrar örorku. Um er að ræða bætur fyrir framtíðartekjutap vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem slysaáverkarnir hafa í för með sér. Slíkt tekjutap reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans síðastliðin þrjú ár fyrir slysið. Miðað er við ákveðin lámarkslaun í þeim tilfellum, sem tjónþoli hefur verið tekjulítill síðustu þrjú ár fyrir slys.


6.   LÖGMANNSKOSTNAÐUR

Tryggingafélag greiðir stærstan hluta lögmannskostnaðar þeirra sem slasast í umferðarslysum.


7.   ANNAÐ FJÁRTJÓN

Valdi slys öðru fjártjóni en að framan greinir, á hinn slasaði rétt á að fá það bætt frá viðkomandi tryggingafélagi.


Sendu okkur fyrirspurn
og við höfum samband um hæl.

Þú getur einnig haft samband símleiðis í síma 547 4700
eða sent okkur fyrirspurn á febaetur@febaetur.is.