Slysa- og skaðabótamál
Þjónusta okkar felst í að:
Útskýra rétt þinn
Á fyrsta fundi með tjónaþola fara lögmenn heildstætt yfir málið og meta bótagrundvöll þess. Þessi fundur er tjónþola að kostnaðarlausu sem og samskipti sem leiða til hans í símtölum og/eða tölvupóstum. Við leggjum metnað okkar í að bjóða viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu.
Innheimta slysabætur
Lögmenn Fébóta veita alla þá þjónustu sem þörf er á í slysa- og skaðabótamálum og innheimtu þeirra. Við aðstoðum tjónþola við að sækja rétt sinn vegna líkamstjóns af fagmennsku og einurð með hámarksárangur að leiðarljósi.
Gæta hagsmuna tjónþola í hvívetna
Lögmenn Fébóta hafa hagsmuni tjónþola í fyrirrúmi í störfum sínum. Með því móti tryggjum við hag þeirra og réttindi. Gott dæmi um þessa nálgun okkar, er að við erum til taks fyrir tjónþola hvenær sem er sólarhringsins.
Eigandi
Guðbrandur Jóhannesson
Hæstaréttarlögmaður / Eigandi
Netfang: gudbrandur@febaetur.is
Sími: 547-4700
Um Fébætur
Lögmannsstofan Fébætur hefur sérhæft sig í að veita einstaklingum ráðgjöf og þjónustu í slysa- og skaðabótamálum. Hjá Fébótum starfa lögmenn sem hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á öllum þeim málaflokkum sem koma við sögu í meðferð slysa- og skaðabótamála.
Víðtæk þekking og reynsla lögmanna Fébóta á rekstri bótamála, tryggir hámarksárangur í samskiptum við tryggingafélög og fyrir úrskurðarnefndum og dómstólum. Lögmenn fyrirtækisins annast málið frá upphafi til enda. Kapp er lagt á að vera í beinu sambandi við umbjóðendur lögmannsstofunnar, þannig að þeir séu vel upplýstir um stöðu mála á hverjum tíma.
Þjónustan er umbjóðendum okkar ávallt að kostnaðarlausu ef engar bætur fást greiddar. Engar bætur, engin þóknun. Hafðu samband og kannaðu réttarstöðu þína endurgjaldslaust.